Velkomin á héraðsdómaranámskeið í frjálsum íþróttum. Fyrirkomulag námskeiðsins er þannig að þú horfir á nokkra fyrirlestra þar sem farið er yfir öll helstu atriðin sem dómarar í frjálsum íþróttum þurfa að hafa á hreinu til þess að geta sinnt starfi sínu af öryggi, þ.e.a.s. annars vegar að tryggja að keppni fari að öllu leyti fram samkvæmt keppnisreglum í frjálsum íþróttum, reglugerðum FRÍ og öðrum reglugerðum sem gilda um frjálsíþróttakeppnir og hins vegar að tryggja sanngjarna keppni og að ekki halli á neinn keppanda. Námskeiðinu er skipt í fimm hluta (hægt er að smella á hvern hluta til að nálgast viðkomandi undirsíðu):
Til þess að hljóta héraðsdómararéttindi er nauðsynlegt að fara yfir námsefni hvers hluta fyrir sig og taka svo próf þar sem spurt er úr hverjum hluta fyrir sig. Til að ná prófinu þarf að ná a.m.k. 50% stiga í hverjum hluta fyrir sig. Prófið er einnig tekið á netinu. Héraðsdómararéttindin renna út um fimmtu áramót eftir að prófið er tekið, þ.e. ef próf er t.d. tekið í júní 2024 renna réttindin út um áramót 2029.
Fyrir áhugasama er hægt, með lítilli viðbót, að sækja sér svokölluð landsdómararéttindi, sem jafngilda svokölluðum National Athletics Referee réttindum sem World Athletics veitir. Nánari upplýsingar um það má nálgast hér.