Í þessum hluta námskeiðsins er farið yfir öll atriði sem dómarar í fjölþrautarkeppnum þurfa að hafa á hreinu. Hér fyrir neðan er fyrirlesturinn um dómgæslu í fjölþrautarkeppnum en einnig glærurnar sem farið er yfir (glærurnar hafa verið uppfærðar síðan fyrirlestrarnir voru teknir upp svo það er ekki algjört samræmi. Það er verið að vinna í að taka fyrirlestrana upp aftur með uppfærðu námsefni) . Ef þú ert að skoða síðuna í tölvu er hægt er að hlaða glærunum niður með því að smella á pop-out merkið í efra hægra horni glærurammans og svo á download merkið.
Nú þegar þú hefur lokið við yfirferð námsefnisins er aðeins eftir að taka próf. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að halda áfram í héraðsdómarapróf.