Verið er að undirbúa íslenskt námsefni fyrir landsdómaranámskeið.
Áhugasamir geta tekið netnámskeið á vegum World Athletics sem að loknu prófi og verklegum hluta veitir einnig landsdómararéttindi (National Athletics Referee, NAR). Fyrir þá sem hafa áhuga á að sækja sér alþjóðleg dómararéttindi er nauðsynlegt að byrja á NAR réttindum.
Farið er inn á World Athletics e-learning svæðið og aðgangur búinn til. Þegar búið er að skrá sig inn er smellt á Courses í valmyndinni vinstra megin og svo Technical Officials (WARECS), og svo er valið National Athletics Referee, sjá myndir fyrir neðan. Til að klára námskeiðið þarf að horfa á myndböndin og taka próf. Til að standast prófið þarf að ná þarf a.m.k. 75% árangri.
Verklegi hlutinn felst í því að dæma á a.m.k. 3 mótum á vegum FRÍ eftir að bóklegi hlutinn hefur verið kláraður. Að því loknu fær þátttakandi skírteini upp á að hafa lokið námskeiðinu. Láta þarf dómaranefnd FrÍ vita að bóklegi hlutinn hafi verið kláraður svo hægt sé að hefja verklega hlutann.