Í þessum hluta er farið yfir almenn atriði er varða dómgæslu í frjálsum íþróttum, þ.e. reglur sem gilda óháð grein. Hér fyrir neðan má finna fyrirlesturinn sem fylgir þessum hluta, og glærurnar sem farið er yfir (glærurnar hafa verið uppfærðar síðan fyrirlestrarnir voru teknir upp svo það er ekki algjört samræmi. Það er verið að vinna í að taka fyrirlestrana upp aftur með uppfærðu námsefni). Ef þú ert að skoða þetta í tölvu er hægt er að hlaða glærunum niður með því að smella á pop-out merkið í efra hægra horni glærurammans og svo á download merkið.