Dómaranefnd
Frjálsíþróttasambands Íslands
Dómaranefnd
Frjálsíþróttasambands Íslands
Velkomin á heimasíðu Dómaranefndar Frjálsíþróttasambands Íslands. Á þessari síðu má finna ýmislegt fróðlegt efni sem tengist dómgæslu í frjálsum íþróttum, m.a. námsefni, upplýsingar um hvernig hægt er að sækja sér dómararéttindi o.fl. Smelltu hér til að nálgast upplýsingar um dómararéttindi og -námskeið.
Hér fyrir neðan munu einnig birtast tilkynningar og fréttir frá Dómaranefnd FRÍ, t.d. er varða breytingar á reglum.
Á síðustu mánuðum síðasta árs (2025) tóku í gildi nokkrar reglubreytingar í frjálsum íþróttum (World Athletics Competition and Technical Rules). Hér verður farið yfir þær helstu. Allar nýlegar reglubreytingar má sjá hér. Heildartexta reglubókarinnar má finna hér, keppnis- og tæknireglur eru undir bók C.
Tækniregla 48.5 (4x400 m boðhlaup innanhúss)
Þessi fór framhjá mér þegar ég fór yfir reglurbeytingarnar frá því í vor. Í 4x400 m og lengri boðhlaupum á stuttri braut (innanhúss) skal nú staðsetja keppendur sem bíða eftir að taka við kefli (innst → yst) þannig að miðað er við hvar liðsfélagi þeirra er þegar heill hringur er eftir (fremst → aftast), en ekki hvar þeir eru þegar farið er inn í síðustu beygju eins og var áður. Sjá skýringarmynd frá WA:
Tækniregla 9.1 (Keppni óháð kyni)
Nú má, ef reglur viðkomandi móts leyfa, keppa í kynjablönduðum flokki þar sem úrslit eru ekki flokkuð eftir kyni. Íþróttafólk getur þá óháð kyni keppt innbyrðis um verðlaun eða titla ef mótshaldarar kjósa svo.
Tækniregla 24.6 (Boðhlaup almennt)
Missi keppandi boðhlaupskeflið þannig að keflið færist í hlaupastefnu er ekki lengur gerð krafa um að hann sæki keflið og fari aftur á þann stað sem keflið var misst. Reglunni var breytt því bæði er erfitt fyrir keppanda og dómara að meta nákvæmlega hvar keflið var misst auk þess sem það að missa keflið er nú þegar óhagstætt keppandanum og boðhlaupsliðinu. Ennþá má samt ekki stytta heildarvegalengdina sem er hlaupin. Sjá skýringarmynd frá WA hér að neðan.
Tækniregla 24.11 (Blandað 4x100 m boðhlaup)
Í blönduðu 4x100 m boðhlaupi á röð keppanda að vera karl, kona, karl, kona. Áður sagði reglan að röðin ætti að vera karl, karl, kona, kona.
Tækniregla 32.44 (Kastgreinar, almennt)
Í viðbót við regluna er tekið fram að setja má límband utan á kastskó en sýna þarf kastdómara áður en keppni hefst, eða áður en næsta kast eftir að límbandið er sett á skóinn er tekið.
Tækniregla 32.4.6 (Kastgreinar, óleyfileg aðstoð)
Bætt er við reglu sem segir sérstaklega að ekki sé leyfilegt að setja kalk eða svipað efni á spjót. Hins vegar má setja efnið á hendur en bara ekki á spjótið sjálft. Þetta er ekki beint breyting á reglu, heldur var áður bara tekið fram að það sé í lagi að setja kalk á kringlur og kúlur en nú er það sérstaklega tekið fram til að hafa það skýrt að bannað er að setja efni á spjót.
Tækniregla 38.10 (mál á 700g spjótum)
1. nóvember 2025 tók endanlega gildi reglubreyting á máli 700 g spjóta. Haustið 2024 var 700 g spjótinu breytt en gefinn frestur til að innleiða ný spjót út sumarið 2025. Nú eru aðeins spjót sem framleidd eru eftir nýjum málum leyfð. Því er mikilvægt að félög/vellir kaupi spjót sem uppfylla nýjar reglur.
Tækniregla 44.6.3 (800 m hlaup á stuttri braut/innanhúss)
Framkvæmd 800 m hlaups hefur verið breytt þannig að nú á að hlaupa tvær beygjur á brautum áður en keppendur mega sameinast, í stað einnar beygju. Því eru notaðar sömu ráslínur og í 400 m hlaupi og sama break-lína eftir tvær beygjur. Þetta er gert til þess að minnka líkur á árekstrum þegar hlauparar sameinast á eina braut. Ennþá má ræsa á bogalínu.
Tækniregla 43.4 (reglur um keppni á stuttri braut/innanhúss)
Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar um hvers konar keilur eru leyfðar í beygjum á stuttri braut. Áður var tekið fram að þær ættu að vera 20 cm háar en nú er talað um 10-15 cm háar keilur.
Dómaranefnd FRÍ hefur ákveðið nokkrar áherslur sem hafðar verða í dómgæslu á frjálsíþróttamótum í sumar. Í samræmi vð þær er rétt að koma eftirfarandi upplýsingum til skila til keppenda:
Skýrari rammi um kastáhöld sem keppendur koma með til keppni
Borið hefur á því að keppendur í kastgreinum sem koma með eigin áhöld til keppni skila þeim inn til vigtunar allt of seint, jafnvel aðeins örfáum mínútum áður en keppni á að hefjast. Á Meistaramótum og Bikarkeppnum í sumar og framvegis verður gerð krafa um að keppendur sem vilji keppa með eigin kastáhöld þurfi að skila þeim inn til mótstjórnar í síðasta lagi klukkutíma áður en keppni í viðkomandi grein hefst, og ekki verður tekið við áhöldum sem berast síðar. Í boðsbréfi viðkomandi móts verður tekið fram hvert á að skila áhöldum.
Stífara skóeftirlit
Eins og flestir vita hafa orðið miklar breytingar á frjálsíþróttaskóm undanfarin ár og hefur reglugerð World Athletics um skó breyst mikið í kjölfarið. Eftirlit með skóbúnaði á frjálsíþróttamótum á Íslandi hefur í gegnum tíðina ekki verið strangt en í sumar og framvegis mega keppendur búast við strangara skóeftirliti, sem líkist frekar því sem búast má við á stærri mótum erlendis þar sem teknar eru stikkprufur af handahófi, ekki ósvipað og lyfjapróf. Í sumar verða yfirdómarar og greinarstjórar á mótum á vegum FRÍ (MÍ mót og Bikarkeppnir) meira vakandi fyrir mögulegum brotum á skóreglugerð WA. Keppendur eru því hvattir til að ganga úr skugga um að þeirra skór uppfylli skilyrði og séu á lista WA yfir löglega skó í þeirri grein sem þeir hyggjast nota skóna í.
Á MÍ aðalhluta og Bikarkeppni FRÍ fullorðinna geta keppendur svo átt von á því að verða valdir af handahófi í ítarlega skóskoðun.
Athugasemdir eða spurningar varðandi þetta má senda á bjorgvinb95 (hjá) gmail.com.
Dómaranefnd FRÍ hefur farið af stað með fréttabréf svo að keppendur, þjálfarar og annað áhugafólk geti fengið tilkynningar frá nefndinni beint í pósthólfið sitt þegar þær berast. Skráðu þig hér fyrir neðan:
Í skóreglugerð, sem tók gildi 1. janúar 2022, er kveðið á um hámarksþykkt skósóla. Þar er tekið fram að fram til 31. október 2024 er hámarksþykkt skósóla í tæknigreinum, að þrístökki undanskyldu, 20 mm og í þrístökki 25 mm. Frá og með 1. nóvember 2024 er hámarksþykktin 20 mm í öllum tæknigreinum, þrístökki meðtöldu.
Það þýðir að ákveðnar skógerðir sem voru löglegar í þrístökki í fyrra eru það ekki lengur, til dæmis Nike Triple Jump Elite 2 skórnir. Keppendur eru hvattir til að kynna sér skóreglugerðina og athuga hvort þeirra skór (sama í hvaða grein) séu á lista yfir löglega skó.
Frá og með 1. janúar 2026 verður kynjablandað 4x100 m boðhlaupi bætt við sem viðurkenndri keppnisgrein í frjálsum íþróttum. Reglur greinarinnar eru eins og í kynjaskiptu 4x100 m boðhlaupi en skipting milli kynja skal vera þannig að konur hlaupi fyrsta og annan sprett en karlar þriðja og fjórða sprett. Þessu má ekki víkja frá og hefur röðin verið ákveðin til þess að lágmarka hættuna á árekstrum þegar hraðari hlauparar afhenda hægari hlaupara kefli. Fyrsta heimsmetið sem verður viðurkennt er fyrsti árangur eftir 1. janúar 2026 sem bætir núverandi heimsbesta árangur (world best performance). Sama mun gilda um Íslandsmet.
300 metra grindahlaup hefur einnig verið bætt við sem viðurkenndri keppnisgrein í frjálsum íþróttum. Líkt og í 400 m grindahlaupi er hlaupið á aðskildum brautum. Notast er við sömu grindamerkingar og í 400 m grindahlaupi en aðeins hlaupið yfir sjö síðustu grindurnar. Hæðir grinda eru þær sömu og í 400 metra grindahlaupi.
Ekki er búið að ákveða með hvaða hætti fyrsta heimsmetið verður viðurkennt en það verður ákeðið þegar greinin hefur náð nægilegri fótfestu.
Árið 2023 voru tekin ákvörðun um breytingu á máli 700 g spjótsins, með það að markmiði að gera þau líkari 600 og 800 gramma spjótunum. Notkun nýja 700 g spjótsins hófst formlega 1. apríl 2025 en vegna tafa við framleiðslu á spjótum sem uppfylla nýjar kröfur World Athletics hefur verið gefinn aðlögunarfrestur til 31. október 2025. Það þýðir að í sumar má nota hvort sem er spjót af gömlu eða nýju gerðinni, jafnvel innan sömu keppninnar, og enginn greinarmunur gerður á árangri, sama hvort spjótið er notað. Frá og með 1. nóvember 2025 má eingöngu nota spjót af nýju gerðinni. Sjá tilkynningu frá World Athletics:
According to TR38.10, new specifications of the 700g javelin come in force from 1 April 2025. However, several MFs have raised concerns regarding the global availability of the new javelins and have declared not to be ready for staging competitions with the new javelins as of this date. At the same time, other MFs have indicated to be already fully equipped with the new javelins.
In the interest of the athletes and to ensure that competitions may be staged globally, a ‘grace period’ of 7 months from 1 April 2025 to 31 October 2025 will be introduced in which both types of 700 javelins (i.e. the javelins compliant with the current specifications and the javelins compliant with the new specifications) may be used, including within the same competition. During this period, there is no need to indicate in the results lists which type of javelin has been used. As of 1 November 2025, only the new javelin may be used in competition.
As a consequence, the new list of “World Best Performances” for the new javelin will only start as of 1 November 2025 and will only consider performances achieved as of this date.
Útlistun á öllum nýlega samþykktum reglubreytingum má nálgast hér.