Nú þegar þú hefur lokið við yfirferð námsefnisins er aðeins eftir að taka próf. Fylltu út formið hér að neðan til að fá sent til þín dómarapróf. Fyrirkomulagið er þannig að þú færð sendan til þín hlekk með prófinu þegar Dómaranefnd FRÍ hefur farið yfir umsóknina.
Hafirðu valið héraðsdómaraprófið hefur þú 90 mínútur til að klára prófið eftir að þú opnar hlekkinn en fyrir greinarstjórapróf eru tímamörkin 60 mínútur. Nánari upplýsingar fylgja með prófinu.