Þetta námskeið er hugsað fyrir kennarateymi árganga á yngsta stigi í sama skóla og í framhaldi af kynningu á deildarfundi skólans. Námskeiðið verður sniðið að hverju árgangateymi eftir þörfum og samráði við teymið.
Umsjón og leiðbeinendur: Bergþóra Þórhallsdóttir, Kristín Björk Gunnarsdóttir og Sigurður Haukur Gíslason UT kennsluráðgjafar grunnskóladeildar
Tímasetning verður sett upp í samráði við kennara og/eða teymi kennara í sama skóla.
Farið er yfir fyrirliggjandi verkefni á námsefnisvefnum Stafræn borgaravitund. Efnt verður til samræðna um viðmið fyrir skólanámskrá og möguleika á skipulagi kennslunnar innan hvers skóla. Kynnt verður innihald námskeiðs Menntafléttunnar sem sett verður upp í sex lotum skólaárið 2022 - 2023 og haldnir rýnifundir og vinnufundir skólaárið 2023 - 2024.
Umsjón: Bergþóra Þórhallsdóttir verkefnisstjóri UT í skólastarfi Kópavogsbæjar.
Helstu markmið námskeiðsins eru:
Að efla teymiskennslu í grunnskólum Kópavogs
Að styðja við kennarateymi við þróun fjölbreyttra kennsluhátta og aðferða svo skólinn verði betur í stakk búin til að koma til móts við þarfir allra nemenda.
Að skapa heildstæða kennslu fyrir nemendahópa bæði í umsjónarkennslu og list-verkgreinakennslu
Að bæta og auka faglegt samstarf, samvinnu og samræður kennara bæði innan síns skóla og á milli skóla í sveitarfélaginu.
Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á hvernig kennarateymi geti skipulagt kennsluhætti sína og verkaskiptingu til að einstaklingsmiða nám nemenda, - mynda samfellu í námi bæði innan aldurshópa og á milli námsgreina. Farið verður í hvernig kennarateymi getur þróað og skipulagt námsumhverfi sem hentar hverjum og einum nemanda með það að markmiði að sinna þörfum allra nemenda innan kennslustofunnar. Lögð verður áhersla á hlutverk leiðsagnarmats sem verkfæris fyrir kennarateymi til að ná ofangreindum markmiðum.
Uppbygging námskeiðsins verður á þann hátt að fyrri dag er fjallað almennt um kennarateymi og teymiskennslu og unnið að verkefnum varðandi einstök teymi, seinni dag er fjallað um skipulagningu teymiskennslunnar á fjölbreyttan hátt.
Eftirfylgni: Teymum sem þess óska býðst jafnframt handleiðsla og stuðningur frá kennsluráðgjafa menntasviðs og öðrum er koma að kennslu námskeiðsins.
Þetta námskeið er sniðið að hverjum kennara /kennarahópi. Námskeiðið hefur reynst gagnlegt fyrir árgangateymi og kennara á heilu stigi í sama skóla.
Umsjón og leiðbeinandi: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir kennsluráðgjafi grunnskóladeildar.
Tímasetning í samráði við kennara og/eða teymi kennara í sama skóla.
Áhersla verður á þjálfun hagnýtrar stjórnendafærni sem hentar þeim stjórnendum grunnskóla sem leiða teymi innan síns skóla. Farið verður yfir grunnatriði teymiskennslu, rýnt í hvað hlutverk teymisstjóra og þátttakendur leggja mat á eigin leiðsögn við teymi og vinna með hvað þeir vilja bæta og hvernig. Þátttakendur fá verkfæri til að vinna með teymum og lagt verður fram lesefni og vefslóðir til að vinna með og byggja upp lærdómssamfélag meðal teymisstjóra í grunnskólum Kópavogs. Á námskeiðinu eru skipulagðir stuttir fyrirlestrar en megináhersla verður á gagnkvæma miðlun og umræður meðal þátttakenda.
Þetta námskeið verður sniðið að hverjum stjórnendahópi skóla.
Umsjón og leiðbeinandi: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir kennsluráðgjafi grunnskóladeildar
Tímasetning í samráði við þátttakendur.
Þetta námskeið verður sniðið að hverjum kennara /kennarahópi. Námskeiðið er mjög gagnlegt fyrir árgangateymi og kennara á heilu stigi í sama skóla.
Umsjón og leiðbeinendur: UT kennsluráðgjafar grunnskóladeildar
Tímasetning í samráði við kennara og/eða teymi kennara í sama skóla.
Hægt er að panta kynningu á virknikorti fyrir foreldrahópa og/eða starfsmannahópa skóla. Virknikorti er ætlað að leiðbeina foreldrum og börnum þeirra í samræðum um ákjósanleg viðmið um félagslega virkni og heilbrigt líferni.
Hægt er að nálgast kortið hér í rafrænu formi. Stuttar leiðbeiningar eru á kortinu sjálfu og þar eru einnig virkir tenglar sem vísa beint á hagnýtt efni á heilsuvera.is til stuðnings einstökum efnisatriðum.
Til að vinna með virknikortið í spjaldtölvu er gott að opna kortið og vista í Books smáforritinu.
Kynning á virknikortinu tekur um 30 mín. og mælt er með samræðum eftir hana.