Ólöf Ása Benediktsdóttir

Takk kærlega fyrir að taka þátt. Upptöku af kynningunni má finna hér að neðan.

Heilsuefling unglinga

Í menntabúðinni mun ég kynna verkefni á unglingastigi sem er unnið í svokölluðum vinnustundum. Nemendur koma þrisvar til mín, 80 mínútur í senn og svo eru fleiri stöðvar sem allir fara á. Stöðin sem ég mun kynna heitir Heilsa og lífsstíll. Þemun sem ég vinn með eru svefn, næring og geðrækt. Markmiðin með þessari vinnu eru að auka heilsulæsi nemenda, virkja alla nemendur og auka ábyrgð þeirra á grunnþáttum andlegrar og líkamlegrar heilsu. Þess vegna met ég virkni nemenda, þátttöku í umræðum (líka rafrænum), áhuga og framlag frekar en lokaafurð.

Einfaldar hléæfingar í 10. bekk.

Ólöf Ása Benediktsdóttir

Hrafnagilsskóli