Anna María

Kortsen Þorkelsdóttir

Takk kærlega fyrir að taka þátt. Upptöku af kynningunni má finna hér að neðan.

Þegar samtal bætir fínhreyfingar og allt um þarfir bráðgerra nemenda

Nemendur frá leikskólaaldri og upp í gegnum menntakerfið sem hafa umfram hæfni á ákveðnum sviðum fá allt of sjaldan áskoranir í námi sínu. Þetta hefur sýnt sig að hafa slæm áhrif á marga einstaklinga sem sagan segir að eigi brotna skólagöngu að baki þar sem þörfum þeirra var illa mætt. Snjallir nemendur eins og margir bráðgerir eru, þurfa annars konar athygli og þjónustu í skólum en margir jafnaldrar en þegar þeim er mætt á réttan hátt, gerast líka oft kraftaverk. Í fyrirlestrinum er farið yfir sögur nokkurra bráðgerra barna og gefin ýmis ráð sem henta vel fyrir þann hóp en henta líka öðrum nemendum jafn vel. Það er mikilvægt að byrja strax í leiksskóla að sinna þörfum þessara nemenda og grípa þá sem eldri eru og vinna með þá á þeirra forsendum. Þeir eru mun fleiri en ég hafði gert mér grein fyrir.

Anna María Kortsen Þorkelsdóttir

Skóla- og frístundadeild Breiðholts

www.kortsen.is

@kortsen