Gróa Axelsdóttir

Takk kærlega fyrir að taka þátt. Upptöku af kynningunni má finna hér að neðan.

Verum hugrökk í skólastarfi á 21. öldinni

Stapaskóli er að stíga sín fyrstu skref í heildstæðum skóla 18 mánaða til 15 ára. Stapaskóli leggur sig fram við að gera skóladaginn skemmtilegan með skapandi skólastarfi, með öflugum tækjakosti, samþættingu námsgreina og heildstæðum verkefnum.


Allt umhverfi nemenda er hreyfanlegt og sveigjanlegt.

Engar tússtöflur eða kennaraborð.


Við leggjum okkur fram við að þjónusta nemendur og að bjóða þeim uppá fjölbreytt vinnuumhverfi. Fjölbreytt vinnuumhverfi liggur í húsbúnaði sem er alls konar; há borð, lág borð, grjónapúðar, setkollar, fartölvur, spjaldtölvur með eða án lyklaborðs. Lítil og stór vinnuherbergi ásamt vinnusvæði á göngum.


Gleði - Vinátta - Samvinna - Virðing eru einkunnarorðin sem við höfum að leiðarljósi og leyfum röddum allra í skólasamfélaginu að heyrast.


Verum hugrökk og gróðursetjum fíkus á ganginn og setjum upp klifurvegg.

Gróa Axelsdóttir

Stapaskóli