Takk kærlega fyrir að taka þátt. Upptöku af kynningunni má finna hér að neðan.
Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit hefur kennt nemendum sínum samkvæmt kennsluaðferð sem nefnist Söguaðferð/Storyline frá árinu 2012. Oftast kennum við í tveimum skorpum, tvisvar á hverju skólaári. Tveir og tveir árgangar vinna saman í senn. Við ætlum að segja frá því hvernig og hvers vegna skólinn okkar kennir samkvæmt þessari kennsluaðferð með börnum á leikskólaaldri og hvernig allur aldur tekur þátt.
Fyrir nokkrum árum fórum við af stað með rafbækur til að hafa í staðinn fyrir foreldrasamtöl að vori til. Hver nemandi fær nýja rafbók á hverju ári þar sem farið er yfir námsvindu og feril barnsins. Þær eru til eignar og fara rafrænt heim með barninu. Við ætlum að sýna ykkur dæmi um slíka rafbók.
Ingibjörg Ósk Pétursdóttir