Heiða Björg Árnadóttir

Takk kærlega fyrir að taka þátt. Upptöku af kynningunni má finna hér að neðan.

Sjálfstæði og samvinna

í stærðfræði á 21. öldinni

Í Stapaskóla er unnið með samþættingar námsgreina og Stapamix á unglingastigi þar sem 3 árgangar vinna saman. Oft er mikil áskorun að flétta stærðfræði saman við aðrar námsgreinar. Á sama tíma opnar það mikla möguleika fyrir nemendur í átt að merkingarbærara námi en þegar námsbókin ein stýrir för.

Hvað get ég sem stærðfræðikennari gert til að ýta undir sjálfstæði nemenda í námi, auka samvinnuhæfni þeirra og kynnt þá fyrir stærðfræðinni á þann hátt að tenging við raunveruleikann sé til staðar?

Þetta er stóra spurningin sem ég legg upp með í mínu starfi og mun í menntabúðinni segja frá verkefnum, skipulagi og leiðum sem ég hef farið í þessa átt. Einnig kem ég inn á hvernig tæknin styður við og gefur mér og nemendum mínum meiri möguleika en áður voru til staðar.

Heiða Björg Árnadóttir

Stapaskóli

@heidajumpy