Auður Inga Ólafsdóttir

Takk kærlega fyrir að taka þátt. Upptöku af kynningunni má finna hér að neðan.

Notkun kennsluforrita og stafrænna kennslugagna í spænskukennslu

Erindið á í raun við alla kennara á öllum stigum, sem nota tölvur að einhverju leiti við kennslu. Þetta efni hentar byrjendum sem lengra komnum því það er kennarinn sem velur efnið til að nota skv. getustigi síns bekkjar.

Í hefðbundnu námsbókunum fannst mér alltaf vanta meiri nálgun við menningu spænskumælandi þjóða, sem og betri verkefni í hlustun og tjáningu. Eftir að hafa farið í rannsóknarvinnu hvað hægt væri að gera fann ég forritin Ed puzzle, Learning languages with Netflix and Youtube (LLNY), auk forritsins og Google Earth.


Öll þessi forrit henta vel til kennslu í hvaða fagi sem er - sögu, stærðfræði, íslensku - bara nefndu það. Í Ed puzzle forritinu finnur kennarinn efni og hleður upp af t.d. Youtube og býr til verkefni við það. Með LLNY (Learning languages with Netflix and Youtube) forritinu er hægt að læra hvaða tungumál sem er meðan horft er á Netflix eða Youtube. Hægt er að nota þetta forrit til að horfa á hvaða kennslumyndbönd sem er í hvaða fagi sem er á hvaða tungumáli sem er á Youtube, því hægt er að stilla á íslenskan texta við. Mjög nytsamlegt í því fjölmenningarsamfélagi, sem við búum í. Ég kem betur inn á það í fyrirlestrinum.


Google Earth, sem ég nota til að kynna nemendum nýja staði og lönd. Þetta forrit gæti nýst m.a. sögu- og landafræðikennurum, því í þar er hægt að búa til verkefni um ýmsa staði. Jafnvel er hugmynd að búa til leiðarlýsingu á Google maps út frá t.d. verkefni á Google Earth á íslensku eða öðru tungumáli.

Auður Inga Ólafsdóttir

Verkmenntaskólinn á Akureyri