Takk kærlega fyrir að taka þátt. Upptöku af kynningunni má finna hér að neðan.
Ratleikir 21. aldarinnar
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Locatify hefur þróað verkfærakistu fyrir kennara þar sem þeir geta á auðveldan máta búið til gagnvirka ratleiki og gefið út í appinu Turfhunt. Fjölmargir kennarar í margvíslegum fögum nota leikina í útikennslu. Með þessari tækni má bjóða uppá fjölbreytni í kennslu sem nemendur njóta í leik og námi.
Leikir eru búnir til á netinu á síðunni locatify.com í umsjónarforriti (Creator CMS) og birtir í TurfHunt appinu sem notar kort og staðsetningu til að hrinda af stað margmiðlunarefni og áskorunum á réttum stöðum. TurfHunt hentar nemendum sem vilja kanna og læra um umhverfi sitt á nýstárlegan hátt. Boðið er uppá að vera með keppni fyrir hópa og jafnframt einstaklingsleiki. Hægt er að spila leikina án nettengingar.
Fjölvalsspurningar, myndaáskoranir, minnisleikir, fylla í eyður og mörg fleiri tól standa til boða við að búa til leiki.
Nánari upplýsingar er að finna hér.