Erla, Guðrún Rut,

Hanna Rún,

Silja Huld og Soffía

Takk kærlega fyrir að taka þátt. Upptöku af kynningunni má finna hér að neðan.

Rödd með Snap Core First

Snap Core First

Snap Core First er tjáskiptaforrit sem staðfært hefur verið fyrir íslenska notendur. Forritið er notað á Windows spjaldtölvur og augnstýritölvur. Í Klettaskóla eru nemendur að tileinka sér notkun þessa forrits og margir þeirra eru að taka miklum framförum í tjáningu. Ætlunin er að kynna stuttlega þetta forrit og umsjónaraðilar fyrsta bekkjar í Klettaskóla segja frá hvernig þeir nota forritið, meðal annars til að leggja inn kjarnaorð og nota í samverustundum og í daglegu amstri skóladagsins.

Erindi þetta á við alla sem kenna nemendum sem eiga erfitt með að tjá sig. Snap Core First getur virkað vel fyrir nemendur sem eru með íslensku sem annað mál, tvítyngd börn og alla þá nemendur sem af einhverjum ástæðum geta ekki eða eiga erfitt með að tjáð sig.

Fyrir þá sem áhuga hafa:

Tjáskiptatækni

Hópur á Facebook um tjáskiptatækni.

Erla Þorsteinsdóttir: erla.thorsteinsdottir@rvkskolar.is

Guðrún Rut Sigmarsdóttir: gudrun.rut.sigmarsdottir@rvkskolar.is

Hanna Rún Eiríksdóttir: hanna.run.eiriksdottir@rvkskolar.is

Silja Huld Árnadóttir: silja.huld.arnadottir@rvkskolar.is

Soffía Jónsdóttir: soffia.jonsdottir@rvkskolar.is

Klettaskóli