Anna Sigrún Rafnsdóttir

Takk kærlega fyrir að taka þátt. Upptöku af kynningunni má finna hér að neðan.

Book Creator

Hvað er Book Creator?

Book Creator er vandað forrit sem hægt er að nota til að búa til bækur á rafrænu formi. Bækurnar bjóða upp á fjölbreytta möguleika til sköpunar. Í þær er t.d. hægt að setja texta, teikningar, myndir, myndbönd og búa til teiknimyndasögur. Nemendur geta einnig lesið texta sem þeir semja inn á bækurnar eða sagt frá efni þeirra sem hentar vel fyrir þá nemendur sem eiga erfitt með að tjá sig skriflega.

Kostir Book Creator

Book Creator hentar fyrir öll skólastig frá leikskóla upp í háskóla. Er bæði til sem app og í vefútgáfu. Frábært verkfæri í verkefnavinnu með nemendum, sem skráningartæki fyrir kennara, til að miðla upplýsingum til foreldra og gera starfið í skólanum sýnilegt. Hentar vel í getubreiðum nemendahóp. Rafbækurnar er hægt að vista á margvíslegu formi og deila með öðrum. Einfalt að læra á forritið og nota það.

Book creator og Google classroom?

Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan

Hvernig vinna Book creator og Google classroom saman

Dæmi um bækur sem hafa verið búnar til í Book Creator

Anna Sigrún Rafnsdóttir

annasigrun@unak.is

Miðstöð Skólaþróunar við Háskólann á Akureyri