Eymennt
netmenntabúðir

Netmenntabúðirnar fóru fram með netfundum á ZOOM fimmtudaginn 11. mars.

Á menntabúðunum voru m.a. kynnt verkefni, forrit, tæki og vefsíður tengd upplýsingatækni í kennslu.

Hægt var að taka þátt í menntabúðunum í gegnum tölvu eða spjaldtölvu og þátttakendur hvattir til að hafa heyrnartól til að heyra vel á Zoom fundunum. Allir fundirnir eru stilltir þannig að þátttakendur koma inn með slökkt á hljóðnemanum.

Kynningarnar (Zoom fundirnir) voru teknar upp og eru upptökurnar komnar inn á kynningarsíðu hvers og eins.

Þátttakendur voru hvattir til að nota myllumerkin #Eymennt og #menntaspjall á Twitter og tísta um viðburðinn.

Takk kærlega fyrir skráninguna en hún er afar mikilvæg fyrir stýrihóp Eymennt hvað varðar skýrslugerð verkefnisins.

Við viljum gjarnan fá endurgjöf á viðburðinn okkar og biðjum alla þátttakendur um að svara spurningalista sem finna má hér: Endurgjöf þátttakenda.

Hnapparnir hér fyrir neðan (heiti og nafn viðkomandi) færa þig yfir á síður þeirra sem voru með menntabúð eða fyrirlestur. Þar má sjá kynningarefni þeirra.

ZOOM opnar kl. 16:00 og 16:10 hefst dagskráin

Helena Sigurðardóttir, Kennslumiðstöð HA býður gesti velkomna og útskýrir fyrirkomulag Zoom funda.

Fyrri lota menntabúða kl. 16:15

Fyrirlestrar kl. 16:40

Seinni lota menntabúða kl. 17:05

Icebreaker kl. 17:30

Ingileif Ástvaldsdóttir segir frá Icebreaker og hefur leik/spjall.

Í lok netmenntabúðanna buðum við upp á Icebreaker sem sló rækilega í gegn á UTís Online 2020. Kennarar hafa þegar prófað Icebreaker með nemendahópum auk þess sem heyrst hefur að forritið hafi verið notað í starfsmannahópum.

Icebreaker virkar þannig að fólk mætir til leiks og er síðan parað 1:1 og spjallar saman í nokkrar mínútur.

ATH! Það þarf Google netfang (Gsuite eða gmail) til að geta tekið þátt í Icebreaker.

Fyrir þá sem þekkja ekki Icebreaker þá er hér kennslumyndband frá UTís Online og birt með leyfi Ingva Hrannars Ómarssonar og Hans Rúnars Snorrasonar.

Lok netmenntabúða og endurgjöf

Helena og Ingileif koma inn í lokin til að setja endapunktinn á viðburðinn.

Dagskrá #Eymennt netmenntabúða

Eymennt 11_3_2021 dagskrá