FATAHÖNNUN
FATAHÖNNUN
Upplýsingar um námskeiðið
Fötin sem til eru í heiminum í dag myndu nægja næstu sex kynslóðum. Fataiðnaðurinn er einn mengaðasti iðnaður í heimi og augljóst að við þurfum að gera eitthvað til að draga úr þessari mengun. Nemendur hanna og búa til tískuflíkur úr gömlum fötum sem á að henda og sýna svo á sýningu.
Hæfniviðmið
Að nemandi geti:
Sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki.
Gagnrýnt af þekkingu, sanngirni og virðingu eigin verk og annarra.
Námsmat
Vinna og virkni í tímum.