Á lögum skal landið byggja

Allir skólar á Íslandi starfa eftir lögum og reglugerðum. Hér er að finna þá lagabálka og reglugerðir sem starfað er eftir ásamt tengli á Aðalnámskrá grunnskólanna sem er helsta verkfæri kennara til að skipuleggja nám nemenda út frá þeim viðmiðum um hæfni sem nemandi á að hafa í farteskinu að lokinni grunnskólagöngu sinni.

Lög um persónuvernd

í vinnslu

Lög um grunnskóla

Í 2. gr. laganna segir:

"Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.

 Grunnskóli skal stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn. Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.

 Grunnskóli skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi nemenda."

Aðalnámskrá grunnskólanna - hæfniviðmið í upplýsingatækni