Fræðilegur hluti innleiðingar

Af hverju tæki og tækni?

Í aðalnámskrá grunnskólanna (2013) segir að megintilgangurinn með kennslu í upplýsinga- og tæknimennt sé að efla upplýsinga- og miðlalæsi nemenda og aðstoða þá við að efla almennt, gott tæknilæsi og tæknifærni. Þessir þættir fela meðal annars í sér að geta nýtt sér fjölbreyttan tæknibúnað og úrvinnsluleiðir, aflað sér þekkingar og miðlað henni með búnaðinum, hæfninni til að ná í, flokka og vinna úr upplýsingum á skapandi og gagnrýnan hátt og hæfni til að ná í, greina, meta og búa til miðlaskilaboð. Þannig verða nemendur læsir á myndir og töluleg gögn, texta, fingrasetningu, ná góðri tæknifærni og hæfni á sviði upplýsinga- og miðlalæsi. Með upplýsingatækni er stuðlað að sveigjanleika, jafnrétti til náms og rými til sköpunar á ýmsum sviðum, en nemandi þarf að undirbúa sig fyrir virka þátttöku í sínu nærsamfélagi sem og alþjóðasamfélagi en þar gegna mikilvægu hlutverki samskipti, samvinna og alþjóðatengsl (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2013, bls. 224-225).

Tæknibúnaður skólanna skiptir því miklu máli ef nemendur eiga að vera í stakk búnir til að standa undir þeim kröfum sem ekki bara aðalnámskrá leggur fram heldur einnig tæknisamfélagið sem við búum í í dag. Tækjabúnað má því leggja undir sama hatt og öll önnur námsgöng. Tækin koma ekki eingöngu í staðinn fyrir fyrri gögn heldur hjálpa þau nemendum að dýpka þekkingu sína, efla sköpunarfærni sem og þjálfa þau í 

í vinnslu......