Upphaf tæknivegferðar GSS

Staðan haustið 2023 var ansi bagaleg í skólanum. Einungis voru til staðar um 40 ipadar sem voru sirka 6-7 ára gamlir og 28 fartölvur. Með ríflega 180 nemendur gefur að skilja að þessi tækjakostur er engan vegin nægur til að standa undir þeim kröfum sem bæði eru gerðar til nemenda okkar og kennara.

Fyrir nokkrum árum var lagt af stað í tækjainnleiðingu skólans sem því ver og miður gekk ekki nógu vel eftir. Margir samliggjandi þættir eru þar á bak við og lagðist sú vinna niður um stund. Upplýsingatækniteymi skólans hóf svo aftur vegferðina um betri tækjakost haustið 2022. Unnið var að framtíðarstefnu skólans ásamt því að skoða þær leiðir með hvaða hætti skólinn gæti nútímavæst. Kannað var hvort foreldrar/forsjáraðilar gætu komið að mögulegri spjaldtölvuvæðingu á miðstigi skólans og var heilt yfir tekið mjög jákvætt í þá leið. Þetta er gríðarlega tímafrekt ferli og margir þættir sem þarf að skoða. Eftir því sem fleiri steinum var velt breyttust okkar hugmyndir og viðhorf um það hvernig við skyldum standa að innleiðingunni. 

Haustið 2023 var tekin ákvörðun um að herja á Stykkishólmsbæ að koma að innleiðingunni. Tækjabúnaður er að okkar mati hluti að námsgögnum, þetta eru dýr tæki sem eru ekki á allri færi að kaupa og ekki næst nægjanleg yfirsýn yfir tækin ef kennarar eiga að stýra kennslu nemenda sem allir eru með eigin búnað. Mismunandi búnaður bíður líka uppá ákveðna mismunun þar sem það sitja ekki allir við sama borð og hafa ekki endilega sama aðgang að forritum sem kennara vilja nota til kennslu. 

Ritvinnsla er einnig enn stór hluti af núverandi framtíð nemenda og því var ákveðið að fara þá leið að spjaldtölvuvæði 1. - 5. bekk og Chromebókavæði 6. - 10. bekk. Ipadar eru hentug lausn fyrir alls kyns námsleiki og verkefnavinnu yngri nemenda en fartölvur nauðsynlegar fyrir ritvinnslu- og verkefnavinnu eldri nemenda. Megin ástæður þess að Chromebækurnar voru valdar eru að þær eru talsvert ódýrari en Windows/Apple tölvur og þær bjóða einnig uppá að tengjast kennarastýrðu forrit þar sem hægt er að afmarka með hvaða hætti tölvurnar eru notaðar, allt eftir hentisemi hvers kennara fyrir sig.

Stykkishólmsbær tók vel í hugmyndir skólans og er nú hafin innleiðing eftir hugmyndafræðinni tæki á mann (1:1). Stefnt er að því í kjölfarið að feta í fótspor margra skóla og gera skólann að símalausum skóla.