Chromebækur (e. Chromebook)

Chromebækur (e. Chromebook) eru ákveðin tölvutegund sem framleiddar eru af Google tæknirisanum. Þetta eru öflugar, handhægar og nettar tölvur sem hægt er að nýta í alla þá verkefnavinnu sem fer fram í skólanum. Einnig hyggjumst við velja tölvur sem eru með snertiskjá og skjápenna sem aðveldar nemendum rafræna vinnu í fögum eins og t.d. stærðfræði og náttúrufræði sem og mörgum öðrum verkefnum.

Foreldrar/forsjáraðilar þurfa ekki að hafa áhyggjur af persónuvernd barnsins síns þrátt fyrir að skólinn hafi tekið ákvörðun að kaupa þessa gerð tölva. Enginn nemandi er með persónulegan Google aðgang og því ekki hægt að rekja persónuupplýsingar nemenda með innskráningu þeirra í tölvurnar. 

Stefnan er að Chromebækurnar verði kennarastýrðar, sem þýðir að hver kennari stýrir notkun nemenda á vefsíðum og forritum út frá sinni kennslu og kennslustund hverju sinni. Það gerir það að verkum að nemendur eru ekki að sækja inná leikjasíður og annað óæskilegt efni. Vonumst við til þess að forritið verði komið í fulla notkun skólaárið 2024 - 2025. Að öllum líkindum verður notast við foritið Securly við stýringu tölvanna, sjá nánar hér: https://www.securly.com/ 

Frekari tækniupplýsingar um þær vélar sem notaðar eru, slóðin: Lenovo Chromebook Yoga 300e fartölva 11.6"T Mediatek MT8186 4GB 32GB C (origo.is)