Okkar hlutverk er að undirbúa nemendur undir þeirra framtíð en ekki okkar fortíð!

Okkar meginmarkmið er að búa nemendur okkar undir þeirra framtíð eins best og við getum! Við höfum öll átt okkar skólagöngu en í því hraða tæknisamfélagi sem við búum við í dag þá er erfitt að horfa til baka og telja að þeir kennsluhættir og búnaður sem var til staðar þá sé sá hinn sami og sé til staðar í dag. Það er fjarri lagi og þurfum við ekki að horfa nema 5 - 10 ár aftur í tímann til að sjá að margir skólar voru enn með sérstök tölvuver og borðtölvur í kennslu af og til (setja tengil á rannsóknina um upplýsingatækni í skólastarfi).

Með því að tækjavæða skólann með stefnunni tæki á mann  (1:1) erum við að sjá fyrir okkur að nám nemenda verði meira einstaklingsmiðað og auðveldara að mæta hverjum og einum í sínu námi. 

Tækin eru eign skólans og gilda um þau strangar reglur. Mikilvægt er að nemendur læri að ganga um búnaðinn af virðingu en það hefur því miður verið ábótavant hingað til. Því eru gerðir sérstakir ábyrgðasamningar við foreldra/forsjáraðila sem tryggja það að ef vísvitandi tjón verður á búnaði sem nemandi hefur í höndum þá eru foreldrar/forsjáraðilar skyldugir að útvega skólanum eins búnað eða greiðslu sem nemur kostnaði hans. Öll atvik þurfa að fara í gegnum ákveðin skráningar- og tilkynningarferli (setja hlekk hér á ferlin).

Stefna skólans er að bjóða uppá fjölbreytta kennslu á öllum sviðum. Jafnvægi skiptir sköpum. Tæknin er ekki síður mikilvæg en bóknám og útikennsla og leggur skólinn mikið uppúr því að allt nám nemenda sinna tali saman á sem fjölbreyttastan hátt.