Forrit sem notuð eru í kennslu GSS
Forrit sem notuð eru í kennslu GSS
Það er mikilvægt fyrir kennara og foreldra að finna forrit sem hæfa aldri. Sum forrit eru hönnuð þannig að þau nýtast nemendum alla skólagönguna en önnur eru hönnuð til þess að henta ákveðinni hæfni.
Á þessari síðu erum við með kynningar á forritum og setjum það í ákveðna aldursflokka. Það er eingöngu gert til að veita kennurmum og foreldrum/forsjáraðilum hugmyndir af því sem hægt er að nota miðað við aldur þó það sé að sjálfssögðu ekki algilt. Erfitt er að búa til síður þar sem allir einstaklingar hafa efni við sitt hæfi út frá einstaklingsmiðun og því hvetjum við foreldra til að skoða forrit allra aldursstiga og sjá hvort þið finnið ekki eitthvað sem hentar ykkar barni. Með þessu móti teljum við okkur vera að gera starfið okkar með upplýsingatækni mjög sýnilegt þar sem foreldrar/forsjáraðilar geta kynnt sér forritin sem skólinn er að vinna með.
Þessi uppsetning er því miður eingöngu sett upp út frá því sem hentar flestum á því aldursbili sem tekið er fram en að sjálfssögðu geta allir nemendur nýtt sér forritin eftir eigin hæfni og hentisemi :)
Allir eiga rétt á námi við hæfi og ef einhver hefur hugmyndir af betri uppsetningu síðunnar ekki hika við að hafa samband við okkur :)
Til þess að nálgast kynningarnar á forritunum eftir stigum ýti þið á hnappana hér til hliðar.
Þessi hluti síðunnar verður uppfærður reglulega með tilliti til þeirra forrita sem eru notuð við kennslu.