Valgreinar

 vor 2024

Á þessari síðu eru upplýsingar um þær valgreinar sem verða í boði í Hólabrekkuskóla vorið 2024 fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Framboð valgreina er mismunandi á ári hverju. Nemendur velja þær valgreinar sem þeir hafa mestan áhuga á og síðan aðrar greinar til vara.

Valáfangar eru kenndir hálft ár í senn tvær kennslustundir á viku nema annað sé tekið fram í áfangalýsingu. Nemendur í 8. bekk velja sér 1 áfanga (samtals 2 kennslustundir á viku).  Nemendur í 9. og 10. bekk velja sér 2 áfanga (samtals 4 kennslustundir á viku). 

Nemendur fylla út skráningarblað sem skila skal til náms- og starfsráðgjafa. Það skal tekið fram að það getur komið til að ekki sé hægt að verða við öllum óskum nemenda um fyrsta valáfanga og mun þá næsti kostur verða valinn og síðan koll af kolli. Skólinn áskilur sér rétt til að fella niður valáfanga ef umsækjendur eru of fáir.

Mikilvægt er að nemendur fari vel yfir lýsingar á valgreinum með foreldrum/forráðamönnum sínum og íhugi vandlega hvað sé æskilegt að velja. Nemendur geta einnig leitað til umsjónarkennara, kennara einstaka greina eða náms- og starfsráðgjafa og fengið hjá þeim leiðsögn.

Kennsla fer fram bæði í Hólabrekkuskóla og í Korpuskóla. Nemendur óska stundum eftir að skipta um valgreinar við upphaf skólaannar. Ekki er víst að hægt sé að verða við þeim óskum svo mikilvægt er að vanda valið vel. Val nemenda hefur áhrif á skipulag komandi skólaárs og því verða breytingar á valgreinum eingöngu leyfðar í byrjun skólaannar.


Skipulagt nám og íþróttaiðkun utan skóla metið sem valgrein

Dæmi um skipulagt nám og íþróttaiðkun sem Hólabrekkuskóli mun samþykkja að meta til valgreina er: skipulagt tónlistarnám, íþróttaiðkun eins og samkvæmisdans, fótbolti, handbolti, karate, skylmingar og fimleikar. Einnig er samþykkt listnám eins og ballett, myndlist og leiklist. Einnig metur skólinn skipulagt nám, sem stundað er utan grunnskóla, til valgreina, t.d. nám við framhaldsskóla, listaskóla og málaskóla. Í hverju tilviki metur skólinn umfang slíks náms og gæta þarf jafnræðis í afgreiðslu mála. 

Skila þarf staðfestingu á þátttöku til skólans fyrir 15. september frá kennara/þjálfara á sérstöku eyðublaði. Eyðublaðið má finna á heimasíðu skólans undir flipanum nám og kennsla.



Valgreinar vorið 2024

Árbók

10. bekkur

Badminton

8. - 10. bekkur

Bakstur

8. - 10. bekkur

Borðtennis og pool

9. - 10. bekkur

Enski boltinn

8. - 10. bekkur

Hagnýtt stöff

8. - 10. bekkur

Heimanám

8. - 10. bekkur

Heimilisfræði

9. - 10. bekkur

Heimspeki

8. - 10. bekkur

Kósýteppi

9. - 10. bekkur

Kynfræðsla

 9. - 10. bekkur

Leiklist

8. - 10. bekkur

Lyftingar

 9. - 10. bekkur

Macramé

8. - 10. bekkur

Skák

9. - 10. bekkur

Skrautskrift

8. - 10. bekkur

Spil og leikur

8. - 10. bekkur

Stjórn nemendafélags

8. - 10. bekkur

Stúdíó val

9. - 10. bekkur

Stærðfræði

8. - 10. bekkur