Bakstur

Bakstur 8. - 10.b. - Hóló

Mánudagar kl. 13:50 - 15:10 og föstudagar kl. 13:50 - 15:10

Áfangalýsing: Megináhersla er lögð á mismunandi bakstursaðferðir, s.s. ger- og lyftiduftsbakstur þar sem bakaðar verða bollur og múffur, sætabrauð úr þeyttu, hrærðu og hnoðuðu deigi. Kennt er að vega og mæla og nemendur eiga að geta breytt g í dl og öfugt.

Markmið að nemendur læri:

· Að þekkja og vinna með hráefni

· Að lesa uppskriftir og fara eftir þeim

· Um hreinlæti við meðferð matvæla og áhalda í eldhúsi

· Að nota áhöld og réttar vinnustellingar og kynnist helstu bakstursaðferðum

· Að skipuleggja sig og vinna sjálfstætt

· Að nemendur þjálfist í verklegri færni og að vinna eftir skipulagi sem og næringarfræði og vörufræði

Námsmat: Símat og virkni í tímum.