Kynfræðsla

Kynfræðsla - Hóló

Miðvikudagar kl. 13:40 - 15:00

Almenn kynfræðsla þar sem fjallað verður um allt það sem tengist kynlífi! 

Við munum m.a. ræða um líkamann, samskipti, mörk, tilfinningar, kynvitund og kynhneigð. Fyrst verður fræðsla frá kennara en síðan verður unnið áfram með þær spurningar sem koma frá nemendum en þeir fá tækifæri til að spyrja nafnlaust í hverri kennslustund. Leitast verður við að svara öllum spurningum og hafa fræðsluna bæði upplýsandi og skemmtilega! 

Markmið: 

-Nemendur geti útskýrt hvað felst í ábyrgri kynhegðun og rætt eigin ábyrgð á heilbrigði, bæði sínu og annarra. 

-Nemendur geti tjáð hugsanir sínar, hugmyndir og tilfinningar á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt. 

-Nemendur geri sér grein fyrir hvernig þeir nýta styrkleika sína og hafi skýra sjálfsmynd. 

Námsmat : Þátttaka og virkni er metin