Lyftingar

Lyftingar 9. - 10. b. World Class í Breiðholti

Mánudagar og miðvikudagar kl. 13:50-15:10 

Áfangalýsing: Lyftingaæfingar í tækjum gerðar undir stjórn íþróttakennara. Nemendur fá æfingaáætlun frá kennara, gert er ráð fyrir að nemendur mæti og æfi sjálfstætt í æfingasal. Mikilvægt er að fylgja reglum World Class í hvívetna í þessum áfanga.

Markmið að nemendur:

Fái kennslu á tækin í salnum.

Læri viðeigandi hegðun og framkomu í tækjasalnum.

Fái ráðgjöf og leiðbeiningar frá kennara á staðnum.

Læri að vera sjálfstæðir og setja sér markmið.

 

Námsmat: Virkni, áhugi og sjálfstæði í tímum. Námsmatið tekur mið af hegðun og framkomu nemanda.