Stjórn nemendafélags
Stjórn nemendafélags - Korpa
Mánudagar kl. 13:40-15:00
Áfangalýsing: Byrjað verður á að setja saman dagskrá fyrir veturinn og svo er unnið eftir henni jafnt og þétt. Öflug stjórn skilar sér í öflugu félagsstarfi en stefnt er að því að hafa a.m.k. einn viðburð í mánuði út skólaárið.
Allir nemendur í 8. – 10. bekk hafa möguleika á að sækja um og komast inn í stjórn nemendafélagsins. Formaður stjórnarinnar er kosin á sal en einungis nemendur úr 10. bekk hafa kost á að bjóða sig fram.
Allur ágóði af starfi nemendaráðs rennur í útskriftarsjóð 10. bekkjar.
Markmið:
Nemendur þjálfist í taka þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu.
Nemendur þjálfist í að sýna sjálfsaga, sjálfstraust og virðingu í margvíslegum samskiptum og samstarfi við ólíka einstaklinga.
Nemendur þjálfist í að nýta styrkleika sína og fái skýrari sjálfsmynd.
Nemendur þjálfist í að sinna velferð og hag samferðafólks síns.
Nemendur þjálfist í að vinna saman að sameiginlegu markmiði hópsins.
Námsmat: Þátttaka og virkni er metin.