Heimilisfræði

Heimilisfræði - Hóló

Miðvikudagar kl. 13:50-15:10 

Áfangalýsing: Kenndar eru fjölbreyttar matreiðslu- og bakstursaðferðir. Nemendur fá fræðslu um hráefnaval, hreinlæti, áhaldaval og vinnustellingar. Meðferð innréttinga, áhalda og tækja er felld inn í verklegar æfingar.

Markmið: Að nemendur læri:

·     Að þekkja og vinna með hráefni

·     Að lesa uppskriftir og fara eftir þeim

·     Um hreinlæti við meðferð matvæla og áhalda í eldhúsi

·     Að nota áhöld og réttar vinnustellingar og kynnist helstu matreiðslu- og bakstursaðferðum

·     Að skipuleggja sig og vinna sjálfstætt

·     Að nemendur þjálfist í verklegri færni og að vinna eftir skipulagi sem og næringarfræði og vörufræði

Námsmat: Símat og virkni í tímum