Enski boltinn

Enski boltinn 8.-10.b. - Hóló

Mánudagar kl. 13:50-15:10

Áfangalýsing: Þetta er valgrein fyrir þá nemendur sem hafa gaman af enska boltanum. Fjallað verður um enska boltann, sögu hans og rætt um stöðu mála í augnablikinu. Líklega verður valgreinin tengd við ,,fantasy" deildina en þar velja nemendur sitt lið og vinna sér inn stig og keppt verður innan hópsins.

Áfanginn verður í umræðuformi þar sem nemendur verða hvattir til að leggja fram sína skoðun á þeim málefnum sem tekin verða fyrir, sem dæmi var það gott eða vont fyrir enska boltann. Er Liverpool besta liðið o.s.frv.

Markmið að nemendur: kynnist sögu og hefð ensku knattspyrnunnar. Að nemendur geti tekið þátt í samræðum um nútíma málefni og skoðað með opnum huga.

Námsmat: Þátttaka í tímum og samræður.