Macramé

Macramé 8.-  10. bekkur - Hóló

Mánudagar kl. 13:50 - 15:10

Áfangalýsing: Í byrjun munu nemendur læra að hnýta einfalda hnúta og svo velja sér ákveðna tegund sem þau vilja búa til, t.d. vegghengi, blómhengi og armbönd. Nemendur fá kennslu í hnýtingum og leiðbeiningar. Þetta eru skemmtilegir tímar þar sem nemendur fá að skapa og vinna með höndunum. Valið hentar öllum  nemendum.

Markmið:

- grunnþjálfun í að hnýta makramé og skapa eigið verk

Námsmat: Mæting og virkni