Hópþrýstingur

Hópþrýstingur er algengur og oft getur verið erfitt að forðast hann. Hann getur einnig verið mjög lúmskur. Hópþrýstingur getur verið alvarlegt mál og getur orðið hreinlega hætturlegur. Það getur t.d. verið að prófa eitthvað sem þú villt ekki prófa (fíkniefni, áfengi, kynlíf, hegðun).

Ef þú neitar hópþrýstingi sem er mjög erfitt fyrir flesta, er líklegt að þér verði stítt eða skilin útundan. Þá veist þú að þetta eru ekki vinir þínir og það er ekki þess virði að eyðileggja andlega/líkamlega heilsu. Þegar þú eldist munt þú finna fólkið sem eru ekta og þykir vænt um þig eins og þú ert, ef þú ert hreinskilinn við sjálfan þig og aðra.