Rasismi

Rasismi þýðir að þú dæmir eða ert á móti einhverjum út af kynþætti eða kynþáttarbakgrunni einstaklingsins.

Rasismi hefur verið til í langan tíma, í öllum heiminum. Það eru til mörg dæmi um rasisma í gegnum tíðina eins og helför gyðinga, þjóðernishreinsanir á múslimum í Bosníu, aðskilnaðarstefnan í Bandaríkjunum og suður Afríku og Ísland var ekki opnað fyrir dökku fólki fyrr en seint á áttunda áratug síðustu aldar (Felagantirasista, 2008).

Rasismi hefur minnkað töluvert en er ekki upprættur í neinu landi og er meira áberandi sum staðar en annars staðar. Það er mikið um það í Evrópu að litað fólk upplifi rasisma frá hvítu fólki, mest frá eldri kynslóðum sem var alið upp á þeim tímum þar sem jafnrétti var ekki mikilvægt og það var eðlilegt að litað fólk taldist ekki jafn mikils virði og hvíta fólkið.

Rasismi er ekki bara hvítir á móti svörtum, það er þegar manneskja er með fordóma gegn manneskju/m af því hann/hún/það/þau eru af öðrum kynþætti en þau sjálf.

Ísland er framarlega í baráttunni við rasisma og er skrifað í lögum að allir eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og hafa rétt á sömu hlutum. En þótt það sé í lögum og gangi vel á flestum stöðum eru það því miður ekki alls staðar. Í flestum löndum er jafnrétti í lögum gagnvart ólíkum kynþáttum.



Heimildir:

Felagantirasista. (2008) Sótt 7. apríl 2021 af: Hvað er rasismi? - felagantirasista.blog.is