Kynfræðsla


  • Mörk og samskipti.

Virða mörk annarra og vita hvar þín mörk liggja. Það er mikilvægt að tala saman um kynlíf, segja hvað þér finnst gott og óþægilegt.


  • Sjálfsfróun.

Sjálfsfróun er eitthvað sem á ekki að skammast sín fyrir. Allir gera það í einrúmi og það er mjög eðlilegt að gera það.


  • Getnaðarvarnir.

Það eru til margar getnaðarvarnir, algengasta er líklegast smokkurinn. Hann kemur í veg fyrir þungun og kynsjúkdóma. Hann er úr latexi og hann fer utan um typpið. Það er líka til kvenna smokkur sem fer þá inn í píkuna. Einnig er til pillan, það eru hormónatöflur sem koma í veg fyrir þungun en ekki kynsjúkdóma. Ásamt þessu er einnig til lykkja, hetta, hringur, stafur, plástur og sprauta.


  • Kynferðisleg löngun (Fetish).

Fólk hefur mismunandi langanir þegar kemur að kynlífi.

Kynferðislegar langanir eru t.d. fætur, bdsm, handakrikar, eyru, hlutverkaleikir, endaþarmsmök, kynæsandi undirföt, hópkynlíf, kyrkingar, golden shower og niðurlæging. Það þarf aldrei að skammast sín í sambandi fyrir kynferðislegar langanir og að sama skapi ætti maður ekki að dæma bólfélagann. Hins vegar er mjög eðlilegt að ræða hvað maður er sáttur við að gera við aðra og að sé gert við mann sjálfan í kynlífi.

  • Kynheilbrigði

Kynheilbrigði snýr að líkamlegri, andlegri, félagslegri og tilfinningalegri vellíðan í öllu er viðkemur kynlífi og æxlun (Sóley S. Bender, e.d.).



  • Kynlíf.

Það er þegar tvær manneskjur hafa samfarir eða veita hvort öðru fullnægingu eða kynferðislega örvun með öðrum hætti, svo sem með því að örva kynfæri hvors annars. Þetta er hægt að gera með ýmsum hætti, t.d. munnmökum, snertingu, kynlífstækjum og svo framvegis.


  • Klám.

Klám gefur ranga hugmynd um kynlíf. Í klámi eru engin mörk eða samskipti. Klám er upptaka, mynd eða teikning um fólk að stunda samfarir, í sumum tilfellum án samþykkis. Það kallast nauðgun.




Heimildir

Sóley S. Bender. (e.d.). Skilgreiningar. Sótt af https://uni.hi.is/ssb/kynheilbrig%C3%B0i/skilgreiningar/