Kynfræðsla


  • Mörk og samskipti.

Virða mörk annarra og vita hvar þín mörk liggja. Það er mikilvægt að tala saman um kynlíf, segja hvað þér finnst gott og óþægilegt.


  • Sjálfsfróun.

Sjálfsfróun er eitthvað sem á ekki að skammast sín fyrir. Allir gera það í einrúmi og það er mjög eðlilegt að gera það.


  • Getnaðarvarnir.

Það eru til margar getnaðarvarnir, algengasta er líklegast smokkurinn. Hann kemur í veg fyrir þungun og kynsjúkdóma. Hann er úr latexi og hann fer utan um typpið. Það er líka til kvenna smokkur sem fer þá inn í píkuna. Einnig er til pillan, það eru hormónatöflur sem koma í veg fyrir þungun en ekki kynsjúkdóma. Ásamt þessu er einnig til lykkja, hetta, hringur, stafur, plástur og sprauta.