Hvað er að vera femínisti?

Katrín Rúnarsdóttir skrifar eftirfarandi:

Femínismi er vilji til jafnréttis í heiminum milli kynja. Það eru margir sem halda að femínistar vilji upphefja konur en um leið niðurlægja karla en það er ekki femínismi.

Það er fólk sem segist vera femínistar en haga sér ekki í samræmi við það og þá er manneskjan það ekki. Eins ef þú segist vera femínisti en vilt samt að annað kynið sé æðra hinu. Hugtakið öfgafemínisti hefur mikið verið notað undanfarið á íslandi, fyrir fólk, aðallega stelpur/konur sem vilja að stelpur fari á toppinn og segjast ekki þurfa neina menn. Það er sexist. Sexisti er einhver sem er á móti öðru kyninu, finnst eitt kyn vera minna virði, dæmir fólk út frá kyni, talar illa um eitt kyn, finnst að eitt kyn eigi ekki rétt á sömu mannréttindum og margt fleira. Meðal annars byrjaði hashtag að ganga sem hét #killallmen og fólkið sem studdi það kallaði sig femínista sem skemmdi hugtakið fyrir fólki sem vissi ekki hvað femínisti er, sérstaklega strákum. Það er ekkert til sem heitir öfga jafnrétti, annað hvort er jafnrétti eða ekki.

Arabía er eitt af þeim löndum þar sem konur hafa lítil réttindi. Konur mega ekki fara út úr húsi nema spyrja um leyfi, þær mega ekki keyra bíl né ferðast á hjóli. Þeim er sýnt litla eða enga virðingu, og flestum í því landi finnst það mjög eðlilegt (Equalrightstrust, 2008). Árið 1932 var nauðgun bönnuð með lögum í Pólandi, en pólskar konur eru enn að lenda í því að vera nauðgað. Fóstureyðing er bönnuð í Póllandi nema ef konunni var nauðgað eða heilsu hennar sé ógnað (Wikipedia, 2021). Á crossfit leikunum fyrir tveimur árum voru konur að keppa með þyngd karla í fyrsta skipti (Chase, 2019).

Staðalímyndir kynjanna eru mjög ólíkar. Konur eru viðkvæmar, þrífa, í kjólum, heimskar, kynlífsdúkkur og margt fleira. En strákar eru harðir, sterkir og taka mikilvægar ákvarðanir.

Árið 1915 máttu konur kjósa í fyrsta skipti hérna á Íslandi (Visindavefurinn, 2015). Árið 2017 var Ísland kosið landið með minnstan mun milli kynja og mesta jafnréttið sjöunda árið í röð (Jafnrétti, 2017). Hér á Íslandi er bannað með lögum að það sé gerður einhver munur milli kynja á vinnumarkaði (Jafnrétti, án árs).

Vigdís Finnbogadóttir fæddist 15. apríl árið 1930. Hún var fyrsti kvenforsetinn í heiminum árið 1980, og var endurkosin þrisvar sinnum eftir það.

Það hafa verið sterk kynjahlutverk/kynjaímyndir í gegnum tíðina t.d. að konur eigi að passa börnin, elda og þrífa fyrir heimilið, vera fínar, prumpa/kúka ekki, horfa ekki á klám, hlýða karlinum sínum, njóta sín ekki í rúminu, mennta sig ekki, vinna ekki úti á vinnumarkaði og verið sýnd almennt litla virðingu. Karlkynsímyndin er að vinna erfiðisvinnu, vera lítið með börnin og njóta sín í rúminu. Að mestu leyti því andstæðan við ímynd kvenna.

Við segjum oft sakleysislega móðgandi orð en tökum ekki eftir því. Dæmi um það eru: kerlingaslagur, kerlingaarmbeygjur, ömmubolti, pussypad, tík og hlaupa/kasta eins og stelpa.

Strákar eiga að vera sterkari með vöðva, ef stelpur eru með vöðva þá eru þær strákalegar samkvæmt samfélaginu. Eitt dæmi sem ég lenti í einu sinni, var að ég og bekkurinn vorum sitjandi í stofunni okkar og einn kennari kemur inn sem er kona og biður okkur að færa nokkur borð og nokkra stóla. Svo segir hún: „strákar takið þið eitt borð á mann og stelpur einn stól á mann“. Hefði verið mun eðlilegra ef hún hefði sagt "takið það sem þið treystið ykkur til". Styrkleiki fer ekki eftir kyni, þótt strákar séu náttúrulega sterkari þá eru svo margar stelpur miklu sterkari en margir strákar.

Ég hafði samband við þingmenn, einn af þeim sagðist alls ekki vera femínisti en vildi samt jafnrétti. Hann hefur látið samfélagið haft áhrif á skoðanir sínar án þess að kynna sér hvað femínismi er.

Sumt fólk segir í dag að femínismi snúist um að niðurlægja karla og upphefja konur, ég skil af hverju fólk heldur það vegna þess að það er fólk sem kallar sig femínista en er svo sexist gagnvart körlum, það eyðileggur fyrir. Það eru líka margir sem segja að það séu ekki allir karlar sem nauðga, eða að karlar verði líka fyrir nauðgunum og að það séu nógu góðar ástæður fyrir því að þetta sé ekki stórt vandamál. Þetta er vissulega satt en það eru miklu fleiri stelpur sem verða fyrir nauðgunum eða kynferðisáreitni en strákar en þ þýðir ekki að strákar lendi aldrei í því.

Dæmisaga: 4 menn og ein kona eru læst saman í herbergi og konan er skíthrædd.

4 konur og 1 karl eru læst saman í herbergi og karlinn er í himnaríki. Af hverju?

Karlar sem eru ekki femínistar og líta á þetta sem samkeppni, eru ekki nógu upplýstir um hvað felst í því að vera femínisti.


Heimildir:

Equalrightstrust.org. (2008) sótt 20. apríl 2021 af: Saudi Arabia (equalrightstrust.org)

Wikipedia.org. (2021) sótt 20. apríl 2021 af: Women in Poland - Wikipedia

Chase. 2019. Crossfit games. (46,34 mín.) Rogue fitness, Madison, Wisconsin. (myndband)

Visindavefur. (2015) sótt 20. apríl 2021 af: Vísindavefurinn: Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi? (visindavefur.is)

Jafnrétti.is. (2017) sótt 20. apríl 2021 af: Jafnrétti kynjanna í heiminum: Ísland í fyrsta sæti 9. árið í röð | Jafnréttisstofa (jafnretti.is)

Jafnrétti.is. (án árs) sótt 20. apríl 2021 af: Jöfn meðferð á vinnumarkaði | Jafnréttisstofa (jafnretti.is)