Tilgangurinn með þessari síðu er að nemendur læri ýmislegt sem tengist vefsíðugerð, sem og aðra hluti sem gagnast þegar unnið er í tölvum.
Viðmiðin sem unnið er með eru:
Við lok 10. bekkjar getur nemandi:
• nýtt upplýsingaverið á fjölbreyttan hátt til þekkingaröflunar og miðlunar
• unnið sjálfstætt og tekið ábyrgð á eigin námsframvindu
• unnið á skapandi og gagnrýninn hátt, sjálfstætt og með öðrum
• beitt réttri fingrasetningu.
• nýtt hugbúnað/forrit og önnur gögn við upplýsingaleit
• nýtt efni á margvíslegu formi og rafrænan stuðning, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit, tungumálaforrit og leitarforrit og umgengist þau af gagnrýni
• beitt gagnrýnni hugsun við að vega og meta upplýsingar með tilliti til gæða og efnismeðferðar þeirra
• nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, hljóðvinnslu og gerð myndbanda
• nýtt hugbúnað/forrit við fjölbreyttar vefsmíðar