Innihald: 12 skammtar
115 g
smjör
100 g
sykur
50 g
púðursykur
1 tsk.
vanilludropar
1 stk.
egg
220 g
hveiti
1 tsk.
matarsódi
1⁄2 tsk.
gróft salt
300 g
dökkt súkkulaði
Hitið ofninn í 180 gráðu hita (ég nota blástur) og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur.
Setjið smjör í skál og hitið í örbylgjunni í 30 sek. Smjörið á bara rétt að bráðna svo það verði auðveldara að blanda því vel saman við sykurinn.
Setjið smjörið í skál ásamt sykri og púðursykri og hrærið þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggi og vanilludropum saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Passið ykkur þó að hræra aldrei of mikið svo að kökurnar verði ekki seigar.
Setjið hveiti, matarsóda og salt saman í skál og hrærið saman. Bætið því saman við deigið smátt og smátt í einu og hrærið stuttlega á milli. Hrærið þar til deigið hefur myndað kúlu og alveg sleppt skálinni.
Skerið súkkulaðið gróflega niður og blandið því saman við deigið. Gott er að nota hendurnar hérna svo að súkkulaðið blandist vel saman við.
Myndið jafnstórar kúlur úr deiginu, eins stórar og þið viljið hafa kökurnar og raðið þeim með jöfnu millibili á bökunarplöturnar. Fyrir ykkur sem eigið kökuskeið er algjör snilld að nota hana því þá eru kökurnar allar jafn stórar.
Bakið kökurnar í 10 mínútur eða þar til þær hafa náð gyltum lit og lyft sér vel. Passið ykkur að baka kökurnar alls ekki of lengi því þá verða þær seigar og harðar. Kökurnar eru alveg linar þegar þær koma út ur ofninum. Látið kökurnar kólna í nokkra stund áður en þið takið þær af bökunarplötunum.
Kökurnar þurfa að jafna sig aðeins eftir að þær koma út úr ofninum og festast betur.
Gott með ískaldri mjólk.
Bollurnar
2 stk rúllur smjördeig
Vegan vanillukrem (Uppskrift fylgir)
Heimagert Pralín (Uppskrift fylgir)
Ristaðar heslihnetur til skrauts
Vegan vanillukrem
180 ml Oatly iKaffe haframjólk
80 ml Oatly VISP hafrarjómi
0,50 tsk vanillukorn
35 g hrásykur
30 g maizena mjöl
25 g vegan smjör mjúkt
salt á hnífsoddi
Hafrarjóminn
1 stk hafraþeytirjómi VISP frá Oatly
1 tsk vanilludropar
1 tsk sítrónusafi
Þeytið allt vel saman þar til rjóminn er stífþeyttur.
Pralín
120 g möndlur
120 g heslihnetur
150 g sykur
Bollurnar
1
Hitið ofninn í 180°C blástur.
2
Rúllið deiginu út og skerið út kringlóttar kökur með móti eða glasi, stærðin fer eftir smekk en mér finnst betra að hafa þær ekki mikið stærri en 5cm.
3
Leggið kökurnar á bökunarpappír, smyrjið hverja köku með hafrarjóma og leggið aðra köku yfir. Penslið yfir efri kökuna með hafrarjóma.
4
Bakið í 15-20 mín þar til bollurnar eru orðnar gylltar. Takið bollurnar út og látið kólna.
Vegan vanillukrem
5
Setjið vanillukorn, hrásykur, maízena mjöl og salt saman í skál.
6
Setjið mjólkina og rjómann saman í pott og hitið að suðu.
7
Hellið ca. 1/4 af mjólkinni út í sykurblönduna og hrærið vel. Hellið restinni saman við smám saman.
8
Setjið blönduna aftur í pottinn og sjóðið við vægan hita í 2-3 mín þar til búðingurinn þykknar. Takið pottinn af hellunni og hrærið smjörinu saman við með sleikju.
9
Hellið búðingnum í sigti og þrýstið honum með sleikju í gegnum sigtið í skál. Setjið plastfilmu yfir og látið hana alveg snerta yfirborðið á búðingnum svo það komist ekki skán á hann. Kælið í að minnsta kosti 2-3 klst áður en hann er notaður.
Pralín
10
Hitið ofninn í 150°C blástur.
11
Setjið bökunarpappír á plötu og dreifið hnetunum á plötuna. Ristið í ofninum í 15 mín.
12
Setjið hreint viskastykki á borðið og hellið hnetunum á það. Nuddið hýðið af þeim með því að nudda þær saman viskastykkinu. Athugið að hýðið fer ekki af möndlunum.
13
Bræðið sykurinn þar til hann verður og aðeins farinn að dökkna, varist að brenna hann.
Hellið yfir hneturnar og látið kólna alveg.
14
Setjið í matvinnsluvél og vinnið í að minnsta kosti 10 mín. Fyrst myljast hneturnar með sykrinum og eru nánast eins og granóla, haldið áfram að láta vélina vinna og skafið niður á milli ef þarf. Hafið bara trú á ferlinu, eftir nokkrar mínútur fer þetta að breytast í „smjör“, haldið þá áfram að vinna svo áferðin verði fínleg á pralíninu.
Samsetning:
15
Blandið saman kreminu við rjómann í hlutföllunum 1/4 krem á móti 3/4 rjóma. Kremið er frekar stíft beint úr kæli og það er gott að hræra aðeins í því áður en því er blandað saman við rjómann. Hlutföllin eru: 1 msk krem á móti 4 msk af rjóma. Það má auðvitað leika sér með hlutföllin eftir smekk. Mér finnst best að setja kremið á bolluna með því að setja það í sprautupoka.
16
Skerið bollu í tvennt. Smyrjið botninn með pralíni og sprautið vanillukremrjóma yfir. Setjið lokið á, sprautið smá rjómakremi á toppinn og skreytið með ristuðum heslihnetum.
4 skammtar
700 g
hveiti
1 pk.
þurrger (11,8 g)
1 tsk.
salt
400 ml
volgt vatn
4 msk.
ólífuolía
•
pizzasósa
•
pepperóní
•
rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá MS
•
paprika
•
sveppir
•
rauðlaukur
•
oreganó krydd
•
pizzaostur frá Gott í matinn
Setjið öll þurrefnin saman í skál og blandið saman.
Hellið volgu vatni ásamt ólífuolíu saman við og hnoðið þar til deigkúla hefur myndast.
Setjið deigið í skál sem búið er að pensla að innan með matarolíu, plastið og leyfið að hefast í um klukkustund.
Skiptið deiginu niður, fletjið út og setjið áleggið á.
Speltbollur:
❤
475 ml jurtamjólk
❤
50g kókosolía eða (vegan) smjör
❤
3 msk (um ½ dl) agavesíróp
❤
1 pk (11g) þurrger
❤
1 tsk vanilla
❤
½ tsk sjávarsalt
❤
600g fínt spelt
❤
Ofan á:
Brætt súkkulaði eða glassúr ( uppskrift hér )
❤
Inn í hverja bollu:
❤
rifið marsípan
❤
eplamús
❤
fersk ber
❤
jurtarjómi
Skerið jurtasmjörið í litla bita og setjið í pott með jurtamjólkinni, hlynsírópinu og vanillu. Hrærið í á meðan smjörið bráðnar, takið af hellunni og kælið svo þessi blanda verði um 37°C.
Þegar blandan hefur kólnað niður í 37°C hellið henni í hrærivélaskál, stráið þurrgerinu yfir og látið standa í um 15 mín.
Blandið speltinu og saltinu út í og hrærið saman. Látið standa á frekar hlýjum stað með viskastykki yfir skálinni svo það geti hefast í um 20-30 mín.
Þar sem þetta deig er klístrað þá finnst okkur gott að nota ískúluskeið til að móta um 15 bollur sem eru settar á bökunarpappír á ofnplötu.
Látið bollurnar hefast aftur í svona 20 mín á plötunni áður en þær eru settar í ofninn.
Bakast við 190°C í um 20 mínútur.
Þegar bollurnar hafa kólnað er gott að skera þær í sundur, setja ykkar uppáhalds fyllingu á milli, t.d. þeyttan rjóma/jurtarjóma, sultu, eplamús, rifið marsípan, fersk ber.
Ofan á er tilvalið að bræða súkkulaði eða smyrja með glassúr.
BIG MAC
Um 700 g nautahakk
4 hamborgarabrauð + 4 botnar af hamborgarabrauði
8 ostsneiðar
Súrar gúrkur
Iceberg saxað
1 laukur saxaður
„Big Mac“ sósa
Smjör og olía til steikingar
Salt, pipar, hamborgarakrydd
Byrjið á því að útbúa „Big Mac“ sósuna (sjá uppskrift að neðan) og geymið í kæli á meðan annað er útbúið.
Skiptið hakkinu niður í 8 hluta (tæplega 90 g hver hluti) og mótið hamborgarabuff, reynið að hafa þau frekar þunn.
Smyrjið um 1 tsk. af mjúku smjöri á skorna hlutann á hverju hamborgarabrauði.
Setjið ólífuolíu á pönnu og byrjið á því að hita brauðin. Setjið smjörhliðina niður þar til þau fara að brúnast og snúið síðan við stutta stund, leggið þau á disk þar til kemur að samsetningu.
Steikið næst buffin upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
Raðið hamborgaranum síðan saman; Brauð, sósa, kál, buff, ostur, laukur, brauð, sósa, kál, súrar gúrkur, buff, ostur, smá meiri sósa og svo síðasta brauðið (lokið).
200 g majónes
2 msk. Kraft þúsundeyja sósa
2 msk. Relish úr flösku
1 tsk. sykur
Pískið allt saman og geymið í kæli fram að notkun.
Fyrir um 4 manns
300 g makkarónupasta
50 g smjör
20 g hveiti
½ tsk. salt
½ tsk. hvítlauksduft
250 ml nýmjólk
50 g sýrður rjómi
200 g Cheddar ostur frá Gott í matinn
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Bræðið smjörið við meðalhita og blandið hveiti, salti og hvítlauksdufti saman í litla skál.
Þegar smjörið er bráðið má píska hveitiblöndunni saman við og bæta síðan mjólkinni útí í nokkrum skömmtum. Hækkið örlítið hitann og pískið vel þar til kekkjalaus blanda hefur myndast.
Bætið þá sýrða rjómanum saman við og pískið aftur þar til kekkjalaust og pískið við meðalhita þar til blandan þykknar örlítið (3-5 mínútur).
Takið þá af hellunni og bætið ostinum saman við, pískið þar til hann er bráðinn.
Bætið nú pastanu saman við og blandið saman með sleif/sleikju og njótið strax.