Góðgerðarpizza Domino’s er í ár seld til styrktar Minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sala pítsunnar hófst á mánudaginn en vegna gríðarlegrar eftirspurnar seldist hún upp um klukkan átta í gærkvöldi að því er fram kemur í tilkynningu frá Domino´s.
Einn heppinn kvenkyns rostungur fékk konunglegt dekur á áttunda afmælisdeginum sínum í kínverska sædýragarðinum Dalian Sun Asia Ocean World og netverjar eru yfir sig hrifnir.
Starfsfólkið lét ekkert eftir liggja og virðist hafa skipulagt glæsilega afmælishátíð sem hefði sannarlega sæmt sjávar drottningu.
Í myndbandi, sem hefur slegið í gegn á netinu, má sjá „afmælisstelpuna“ með bleika kórónu, sitja stolta við hliðina á fiskiköku. Myndbandið var upphaflega birt af CGTN Europe, evrópskri útgáfu kínverska ríkis miðilsins. Hún reynir meira að segja að blása á kertið á kökunni á meðan starfsfólkið syngur afmælislagið með farsíma ljós á lofti. (fréttir fengnar af mbl.is)