Stenslar fyrir glerbræðslu

Í glerbræðslu er skemmtilegt verkefni að búa til eigin stensla. Það gerir verkefnin persónulegri fyrir nemandann og býður uppá sköpun. Það eru ýmsar leiðir til þess að búa til stensla og einfaldasta leiðin er að klippa form í pappír. Það hefur reynst vel að saga út varanlega stensla í ál og Cricut fjölskerinn og geislaskerinn henta vel til þess að búa til stensla. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig geislaskeri var nýttur til þess að búa til stensil. Glerlist sáldrað jafnt í götin og brætt í glerbræðsluofni. Glerið má til dæmis nota sem hlið í lampa eða skrautplatta eins og hér er gert.