Verkefnasafn

Ljós og lýsing

Ljósahönnun er verkefni sem er hægt að nálgast á ýmsan hátt. Það er hægt að vinna með lampahönnun með perustæði, LED perur eða LED borða. Það er líka hægt að kynna þessa möguleika og hvaða möguleika hver aðferð felur í sér. Í þessu verkefni er gott að vinna hugflæði og þegar hugmyndin er að myndast er gott að vinna líkan úr pappa til þess að átta sig á hlutföllum og hvort hugmyndin virki. Hér er tilvalið að láta nemendur teikna vinnuteikningu í réttum hlutföllum. Þau velja efni og yfirborðsmeðferð og ákveða samsetningaraðferð.


Leikfangahönnun

Leikfangahönnun er frábært verkefni til þess að vinna með börnum. Þau eru sérfræðingar í leikföngum sem einfaldar hönnunarferlið. Í hugmyndavinnunni er gagnlegt að þau hugsi fyrir hvaða aldur leikfangið á að vera. Er leikfangið fyrir barnið sjálft eða einhvern sem það þekkir? Er markmiðið að setja upp leikfangabúð? Það er líka gott að ræða mikilvægi þess að leikföngin séu örugg. Best er ef börnin komast á flug í hugfæði því meira sem þau eiga í hugmyndinni því betra.


Hátíð nálgast

Hönnunarverkefni fyrir föndursmiðju með fjölskyldum er skemmtilegt verkefni. Nemendur vinna hugmyndavinnu og hanna til dæmis jólaskraut eða páskaskraut. Skera út í geislaskera og útbúa leiðbeiningar. Fjölskyldur koma saman og búa til hluti sem nemendur hafa hannað.

Skapandi leikvöllur

Svæði á skólalóðinni tekið frá til þess að leyfa börnunum að byggja það sem þeim dettur í hug. Á staðnum er efniviður og verkfæri. Þetta geta verið stór og smá verkefni eftir aðstæðum og áhuga barnanna.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Þátttaka í nýsköpunarkeppni grunnskólanna er ein leið til að kynna nýsköpun fyrir nemendum. Það er hægt að nálgast kennsluefni og leiki inni á heimasíðu keppninnar, https:/nkg.is . Það hefur reynst vel að nýta Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna sem uppsrettu hugmynda.

Stimplar fyrir leirbrennslu

Stenslar fyrir glerbræðslu

Í glerbræðslu er skemmtilegt verkefni að búa til eigin stensla. Það gerir verkefnin persónulegri fyrir nemandann og býður uppá sköpun. Það eru ýmsar leiðir til þess að búa til stensla og einfaldasta leiðin er að klippa form í pappír. Það hefur reynst vel að saga út varanlega stensla í ál og Cricut fjölskerinn og geislaskerinn henta vel til þess að búa til stensla.


Lifandi veggspjald

Að tengja hljóðskrá með Touch board við veggspjald er spennandi möguleiki í skólastarfið og gefur hefðbundnum veggspjöldum aukið gildi. Það eru teknar upp hljóðskrár og tengdar þannig að þegar þú snertir flöt þá spilast hljóðskráin.

Leirhlutur í þrívíddarprentara

Leirþrívíddarprentari er spennandi tæki sem býður upp á marga möguleika. Skólaleir (jarðleir) hentar vel í þrívíddarprentun. Leirinn er síðan brenndur á hefðbundinn hátt í leirbrennsluofni. Það er líka möguleiki að nota sérstakt ílát og brenna leirhlutinn í örbylgjuofni

Lífplast

Lífplast er efniviður með marga möguleika. Hér er gerð tilraun til að blanda þara við lífplastið og setja í útskorið gat.

Friðarbönd á vinahönd

Hugmynd að listasmiðju. Þessi smiðja var haldin á Barnamenningarhátíð. Gestir komu og fléttuðu friðarbönd. Það voru leiðbeiningar og kennslumyndbönd sem hægt er að nálgast hér. Á smiðjunni voru litlar tréperlur með friðartáknum sem gáfu böndunum meira friðargildi.

Friðarósk

Framtíðarborgin

Brúðugerð 

Brúðuleikhús

Hikmyndagerð

Mikrobit 

Sælgætisgerð - mótagerð

Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna

Líffjölbreytileiki

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð er stór menningarviðburður og mjög gefandi að taka þátt. Á hverju ári er þema valið fyrir hátíðina sem er gott að nota sem grunn að hugmynd að verkefni. Nemendur geta tekið þátt í sýningum og skipulagt viðburði.

Listgjörningur umhverfismál

Kassabíla rallý

Útileikföng

bátakeppni - Erasmusverkefni

Upplifun í skóginum

Sýningar

Gallerí í skólanum, sýning á vorhátíð, maker fair, sýning á opinberum stöðum t.d. bókasafni eða listasafni.

Endurnýting

Samvinna við aðra

Samvinna við listafólk eða aðra sem koma inn í skólann eða við heimsækjum

Samþætting