Hönnun og smíði

Borgaskóli og Engjaskóli eru grunnskólar í Grafarvogi með nemendur í 1.-7. bekk. Í 8. bekk sameinast nemendur þessara skóla í Víkurskóla í unglingadeild. Samvinna milli Borgaskóla og Engjaskóla hófst þegar skólarnir voru sameinaðir í Vættaskóla og hefur haldið áfram eftir að skólunum var breytt aftur.

Samvinna kennara í hönnun og smíði hefur verið farsæl. Þessi síða er afrakstur þessarar samvinnu. Hér verða verkefnum nemenda gerð skil og er von okkar að bæta við hana þegar nýjar hugmyndir að verkefnum fæðast.