Geislaskeri eða laserskurðarvél er stafrænt tæki sem er notaður til að skera eða brenna í efni. Í grunnskólum í Reykjavík eru geislaskerar sem geta skorið í gegn um 4 mm efni. Dæmi um efni er krossviður, akrýlplast, leður, textílefni, bylgjupappi og annar pappi.
Geislaskera má nýta til að búa til alls kyns hluti.
Til dæmis:
Teikna á blað með penna og skanna myndina og skera út.
Teikna í tölvu og skera eftir teikningunni.
Á þessari síðu er búið að safna saman leiðbeiningum af verkefnum sem finnast á netinu.
Geislaskerar í grunnskólum Reykjavíkur kallast Glowforge. Hámarks skurðarflötur 49 x 27 cm. Hámarks þykkt er 4 mm.
Að skanna teikningar og skera
Teikna skera út og líma segul aftan á.
Jólaskraut til að hengja á tré teiknað, skannað inn og skorið. Hér voru skorin tvö fyrir hvern nemanda. Eitt fyrir skólann og eitt til þess að taka heim.
Sjálfsmynd teiknuð, skönnuð inn og skorin. Lituð og límd á málað bak.
Lágmynd teiknuð skotin út, lituð og límd. Listi límdur neðst. Mælt fyrir krókum, borað og skrúfað.
Hliðarmynd af höfði og líkama teiknað og færur teiknaðir sér. Teikning skönnuð inn og tölvuteiknuðum raufum bætt inn á myndina áður en hún er skorin.
Einfaldar teikningar
Einfaldar leiðbeiningar á hvernig á að teikna grasker. Hér er vísað í námsefnið Skapandi námssamfélag af heimasíðu Fab Lab Reykjavík.
SMELLISMÍÐI
Box er einfalt að teikna í Makercase en það má líka teikna frá grunni í Inkscape.
Lampann er hægt að teikna frá grunni eða nota teikniforritið Makercase.
Verkefni fyrir skólann
Samvinnuverkefni í Vættaskóla Engi og Borgum þar sem hver bekkur hannaði tvo bókstafi í einkunnarorð skólans. Kennarar skáru mynstrin út í Fab Lab og nemendur, kennarar og foreldrar tóku þátt í að mála.
Jólakúla með snjókornum og nafni skólans.
Samvinna 1. 2. og 6. bekkjar. Slagorð fyrir umhverfismarkmið Borgaskóla. Stafirnir skornir út úr bylgjupappa í geislaskeranum.
Ýmis spennandi verkefni
Unnur Jónsdóttir upplýsingatækni kennari hefur unnið með nemendum 2. bekkjar að stop motion verkefni þar sem sögupersónur og leikmunir eru skornir út í geislaskera.
Nemendur í 2. bekk völdu sér blómategund úr Flóru Íslands. Teiknuðu og skáru út í geislaskera.