Ljósahönnun er verkefni sem er hægt að nálgast á ýmsan hátt. Það er hægt að vinna með lampahönnun með perustæði, LED perur eða LED borða. Það er líka hægt að kynna þessa möguleika og hvaða möguleika hver aðferð felur í sér. Í þessu verkefni er gott að vinna hugflæði og þegar hugmyndin er að myndast er gott að vinna líkan úr pappa til þess að átta sig á hlutföllum og hvort hugmyndin virki. Hér er tilvalið að láta nemendur teikna vinnuteikningu í réttum hlutföllum. Þau velja efni og yfirborðsmeðferð og ákveða samsetningaraðferð. Þetta verkefni reynir á margþætta hæfni og hentar fyrir eldri nemendur. Sýnishornin hér fyrir neðan eru unnin af 7. bekk. og má nýta sem fyrirmyndarverkefni og skapa umræðu um hönnunina.