Handverk Sköpun Tækni

Það er að mörgu að hyggja þegar í uppvexti barna. Það er mikilvægt að börn fái fjölbreytta reynslu sem styrkir hæfni þeirra og sjálfsmynd. Í þessu er mikilvægi  handverks , sköpunar og tækni í fyrirrúmi. Allir eru þættirnir mikilvægir í skólagöngu barna. Stundum er hægt að samþætta þá en stundum er betra að hver þáttur fái að njóta sín. Það getur myndast togstreyta milli handverks og tækni og farsælast að meta hverju sinni hvað hentar best. Á þessari síðu er að finna verkefnasafn með verkefnum sem tengjast sköpun, tækni og handverki. Hér má líka finna leiðbeiningar á einföldu handverki og notkun á helstu tækjum í tæknismiðjum. Sum verkefnin eru mjög einföld og taka stuttan tíma en önnur eru stærri og taka þá á fleiri þáttum. Í fræðum um eflandi kennslufræði er stundum talað um að þegar fólk eflist sem einstaklingar í vinnu þar sem saman fara hugur, hjarta og hönd.