PSP – Progressive Supranuclear Palsy – Ágeng ofankjarnalömun
PSP er sjaldgæfur taugahrörnunarsjúkdómur sem oftast byrjar með aukinni tilhneigingu til að detta án augljósra skýringa. Augnhreyfingar breytast, hæfni til að hreyfa augun í allar áttir minnkar.
Sjúklingar fá yfirleitt parkinson-lík einkenni og sumir fá áberandi stífni í hálsinn þannig að höfuðið virðist reigt aftur.
Venjulega finnur sjúklingur lítinn mun á einkennum sínum þegar hann tekur hefðbundin Parkinson lyf.
Stundum fylgja PSP önnur einkenni eins og heilabilun og einkenni sem svipar til MND sjúkdóms.
Greining: Ekki er ein myndrannsókn eða blóðprufa sem getur greint PSP. Taugalæknir skoðar sjúklinginn og greinir sjúkdóminn fyrst og fremst út frá því. Ákveðið merki á segulómmynd af höfði sem kallast hummingbird-sign og sýnir rýrnun í miðheila sjúklingsins getur verið styðjandi en ekki er hægt að greina sjúkdóminn út frá myndgreiningunni einni saman.
Horfur sjúklinga með PSP eru almennt verri en í hefðbundnum Parkinson sjúkdómi.
© Anna Björnsdóttir 2021