CBGD

CBGD/CBD – Corticobasal Ganglionic Degeneration eða Corticobasal Degeneration

  • CBGD er sjaldgæfur taugahrörnunarsjúkdómur sem veldur Parkinson-líkum einkennum sem versna hratt og batna lítið við hefðbundna Parkinson lyfjameðferð.

  • Einkennin verða venjulega áberandi meiri öðru megin í líkamanum, stundum þannig að einstaklingurinn á erfitt með að beita hendinni þeim megin.

  • Sumir fá verkstol og skynbreytingu í þann útlim sem er með verstu einkennin

  • Stundum fá sjúklingarnir svokallað “alien limb” heilkenni þar sem útlimurinn virðist hreyfa sig án þess að einstaklingurinn gefi boð um það.

  • Jafnvægisleysi er algengt og taltruflanir geta ágerst.

  • Stífni í útlim og verki vegna stífni er oft hægt að meðhöndla með lyfjum eða botulinum toxin inndælingum í vöðva.

  • Oft fylgja sjúkdómnum minnisbreytingar eða heilabilun með tímanum.

  • Horfur sjúklinga með CBGD eru almennt verri en í hefðbundnum Parkinson sjúkdómi.

© Anna Björnsdóttir 2021