Essential tremor Fjölskylduskjálfti

Essential Tremor – Fjölskylduskjálfti – Góðkynja skjálfti

 

Skjálfti sem getur komið í hendur, fætur, höfuð og rödd. Handskjálfti er algengasta form fjölskylduskjálfta. Skjálftinn getur komið fram við ákveðnar hreyfingar eins og við að skrifa, halda á kaffibolla eða diski, halda á blaði o.s.frv.


Fjölskylduskjálfti er regnhlífarheiti yfir nokkrar gerðir skjálfta sem heita  stöðuskjálfti (t.d. þegar maður heldur á einhverju eða heldur höndunum útréttum), hreyfiskjálfti (þegar t.d. skjálfti kemur við hreyfingu á höndum eins og þegar maður tekur hendina upp og bendir á nef sér) og isometriskur skjálfti (þegar skjálfti kemur t.d. við að lyfta einhverju þungu eða við erfiða líkamsræktaræfingu).

 

Orsakir

Orsakir fjölskylduskjálfta eru ekki þekktar en vitað er að um helmingur þeirra sem eru með þessa gerð skjálfta eiga fjölskyldumeðlim sem er með sams konar skjálfta. Þessi skjálfti virðist því liggja í fjölskyldum í helmingi tilfella.

 

Einkenni

Skjálfti sem kemur fram við mismunandi aðstæður


Skjálftinn getur

 

Greining

Stundum greinist fólk upp úr 20 ára aldri en algengast er að fólk greinist upp úr 60 ára aldri. Greiningin er gerð með því að (tauga)læknir skoðar einkennin þín og metur hvort þau séu einkennandi fyrir fjölskylduskjálfta. Það er ekki til blóðprufa eða myndataka til að greina fjölskylduskjálfta, hann er greindur út frá sögu og skoðun. Stundum er æskilegt að gera blóðprufu m.t.t. starfsemi skjaldkirtils því að röskun á starfsemi skjaldkirtilsins getur valdið skjálfta.

 

Meðferð

Almenn ráð


Lyfjameðferð


Skurðmeðferð


Gagnleg hjálpartæki fyrir fólk með Essential tremor (dæmi)


Hver er munurinn á fjölskylduskjálfta og þeim skjálfta sem sést í Parkinson sjúkdómi?

© Anna Björnsdóttir 2024