Multiple System Atrophy
MSA er sjaldgæfur taugahrörnunarsjúkdómur sem veldur Parkinson-líkum einkennum ásamt einkennum frá litla heila (óeðlilegum augnhreyfingum eða ataxiu) eða truflunum í ósjálfráða taugakerfinu.
MSA er ekki skyldur MS sjúkdómi. Í MS sjúkdómi stendur MS fyrir multiple sclerosis.
Truflanir í ósjálfráða taugakerfinu geta valdið blóðþrýstingsfalli, erfiðleikum við þaglát og ristruflunum/kynlífstruflunum.
Oft byrja einkenni svipuð og einkenni í hefðbundnum Parkinson sjúkdómi en þegar á líður kemur í ljós að einkenni versna hraðar og önnur óvenjuleg einkenni bætast við sem gera venjulegan Parkinson ólíklegri en MSA líklegri.
Venjulega finnur sjúklingur lítinn mun á einkennum sínum þegar hann tekur hefðbundin Parkinson lyf þó stundum sé svolítill bati á meðferð í byrjun.
Engin myndgreining eða blóðprufa getur greint MSA. Greiningin er gerð með með nákvæmri skoðun taugalæknis.
Horfur sjúklinga með MSA eru almennt verri en í hefðbundnum Parkinson sjúkdómi.
© Anna Björnsdóttir 2021