Verkefnið er að hanna og smíða vélarm úr pappír. Armurinn er knúinn af sprautum fylltum með vatni.
Áhöld
Stálreglustika
dúkahnífur
Borvél og 3,5 mm bor
Lím (Tonnatak)
Efni
Efni samkvæmt myndbandi eða eigin útfærslu á þeirri hönnun.
Horfðu á myndbandið og hannaðu og teiknaðu þinn eigin vélarm eins og þann sem þú sérð í myndbandinu. Teiknaðu vinnuteikningu á A4 blað og málsettu alla íhluti vélmennisins. Lengsti hluti armsins má ekki vera lengri en 30 sentimetrar.
Teiknaðu alla íhluti vél-armsins á pappaspjald. Skerðu út alla íhlutina sem þarf með dúkahníf og stálreglustiku.
Finndu til alla þá íhluti sem þarf til að setja saman vél-arminn. Gott ráð að horfa á myndbandið og gera lista yfir alla íhlutina. Kennarinn þinn útvegar þér það efni sem
Settu vél-arminn þinn saman eins og gert er í myndbandinu. Kennarinn útvegar þér þau efni sem til þarf.
Val: Getið þið hannað eitthvað aukalega á vélarminn? Til dæmis auka liðamót, eða aukasnúning á klónna?
Nokkrar hugmyndir að vélörmum: